Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 12608 svör fundust

Hvað eru mörur?

Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...

Nánar

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

Nánar

Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?

Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...

Nánar

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...

Nánar

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?

Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'. Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fy...

Nánar

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

Nánar

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

Nánar

Eru hundar með sex skilningarvit?

Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit. Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um a...

Nánar

Hvað eru vébönd?

Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...

Nánar

Hvaðan kemur orðið "renta", þegar talað er um að e-ð beri nafn með rentu?

Orðið renta er notað um vexti eða ávöxtun á fjármunum eða öðrum verðmætum. Það er tökuorð úr dönsku rente í sömu merkingu frá 16. öld. Orðatiltækið að bera nafn með rentu merkir að 'heita eitthvað með réttu, standa undir nafni sínu'. Það er til í fleiri en einni gerð. Hin elsta í safni Orðabókar Háskólans er að...

Nánar

Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?

Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...

Nánar

Hvað er kreppa?

Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað. Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þum...

Nánar

Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?

Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.” Vegna fordóma í þjóðfélag...

Nánar

Fleiri niðurstöður